VIð unnum ! :D

Við viljum byrja á því að biðjast afsökunnar á því að við erum ekki búin að blogga síðan í keppninni :D það var bara enginn tími og svo þegar við komum heim þá gleymdist þetta bara :S

en já.. semsagt VIÐ UNNUM !! við fengum fimm bikara af sjö :D þeir voru fyrir :

-Bestu lausn í þrautabraut
-Bestu hönnun og forritun á vélmenni (róbót)
-Bestu dagbókina
-Bestu liðsheildina (stoltust af honum :D)
ooog svo auðvitað ...
-FLL meistarar 2011 :D

Við fengum semsagt ekki verðlaun fyrir skemmtiatriðið og Rannsóknarverkefnið :'( en við vorum samt eitt af þremur liðum sem voru tilnefnd fyrir rannsóknarverkefnið þannig að við vorum annaðhvort í öðru eða þriðja sæti í því :D

Eftir keppnina fórum við svo í laser-tag og fengum pítsu eftir það. Svo fórum við í nammiland í hagkaup og keyptum FULLT af nammi :D Eftir nammikaupin var svo farið upp í íbúð og horft á mynd.

þetta var mjög gaman og ekki hægt annað en að vera ánægður með ferðina :D

svo er það bara Þýskaland í júní :D við vitum ekki alveg í hvaða borg keppnin verður eða nein smáatriði sem tengjast keppninni :/ Við erum samt strax byrjuð að safna og búin að fá nokkra styrki. T.d. frá Nettó, Nónu o.fl.

svo verðum við með kakósölu þegar það verður kveikt á jólatrénu. svo endilega reyndu að leita að einu eða fleirum Hornsílum í mannfjöldanum ef þér verður mjög kalt :D

einnig verðum við með sýningu og allskonar á markaðsdeginum sem er 2.desember, örugglega mjög gaman að kíkja þangað :)

"MATURINN OKKAR ÁVALLT ROKKAR, SEGJA LANDSINS BESTU KOKKAR !"

-Hornsílin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband