Foreldrasýning

Í gær héldum við sýningu fyrir fjölskyldur okkar í hópnum. Við fluttum rannsóknarverkefnið og þau sögðu okkur smá villur og fleira, Svo sýndum við líka brautina það sem við erum búin með af henni og þau fengu að spurja um hvernig þetta virkar og fleira.


Hæhæ :-)

Rannsóknarverkefnið er tilbúið! Við erum búin að lesa og skipta því á milli okkar, og tíminn okkar var mjög fínn. Það er auðvitað svo verið að forrita og kubba á fullu, enda gengur þeim mjög vel. Það er orðið svo stutt í keppnina, eins og sést hérna til hliðar. Þetta bara styttist og styttist og ég vona að þið fylgist með okkur og styðjið okkur.

Þá bloggum við bara síðar :)


Sunnudagur 23.október

Í dag fórum við í það að lesa rannsóknarverkefnið yfir og laga málvillur. Strákarnir og Elín voru að prófa að leysa þrautirnar og skoða hvernig þau virkuðu. Þetta var bara stuttur tími hjá okkur núna þannig það er ekkert meira að segja. Reynið svo að fylgjast með okkur, kemur örugglega blogg á öðrum hverjum degi. 

Bæ :) 


Rannsóknarverkefnið næstum búið

Í dag vorum við að vinna í brautinni og rannsóknarverkefninu. Við erum alveg að verða búnar með rannsóknarverkefnið við erum bara að laga glærurnar og ganga frá þeim. Strákarnir og Elín eru búin að vera að vinna í brautinn þeim gengur mjög vel í brautinni.

Hornsílin


Hææ :)

Við erum kominn á lokasprettinn með rannsóknarverkefnið, eigum bara eftir að finna slagorð og taka mynd af okkur :) Í síðasta tíma voru Arney og Elín alveg til klukkan 6 að gera rannsóknarverkefnið, voðalega duglegar. Það er líka allt að gerast í róbotinum, búið að gera nokkrar klær og forrita hann. En það styttist óðum í keppnina og við bíðum öll spennt þar til 12. nóvember. Núna er bara að vinna og vinna, þangað til að allt er tilbúið.

Sjáumst :-)


Dagurinn í dag

í dag erum við búinn að gera rannsóknarverkefnið og forrida róbotinn það er búið að vera mikið að gera síðan við hættum í skólanum í dag :)

kveðja hornsílin


Halló :-)

Núna er aukatími hjá okkur á laugardegi. Elín, Arney, Sunna og Ragna eru áð búa til texta úr upplýsingunum sem við fengum hjá Gumma. Strákarnir fóru svo í það að forrita róbotinn og búa til klærnar.  Næsti tími er svo á þriðjudaginn, þannig það kemur nýtt blogg þá. En endilega sýnið öðrum síðuna þannig að fleiri geti séð hvað við erum að gera :)

Bææjó :D

 

 


Byrjuð á róbotanum :)

Í dag fórum við í róbótinn, við byrjuðum á að taka gamla róbotinn í sundur, og hönnuðum svo nýjan róbotinn. Eins og kom fram síðast, þá tókum við viðtal við Gumma úr Skinney Þinganes, og erum nú að búa til einn texta úr því sem við fengum upp úr honum. Tíminn líður og nú er minna en mánuður að keppnin byrji. En þetta er nú allt að koma hjá okkur.

Bææjó :)


Hæhæ :)

Í dag er miðvikudagur og við fengum gest, hann Gumma úr Skinney Þinganes. Við spurðum hann spurninga og öfluðum okkur fullt af upplýsingum. Rannsóknarverkefnið er semsagt komið alveg að stað. Nú fer að styttast í keppnina sem er 12. nóvember og mikið enn fyrir hendi.

Bless í bili :)


Brautin tilbúin :)

Núna er laugardagur og við erum við búin að kubba allt og festa á brautina. Rannsóknarverkefnið er ekki komið jafnlangt að stað en við erum að vinna í því :) Endilega fylgist svo með blogginu okkar.

Bless í bili :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband