Ný síða (-:

Jæja, nú erum við byrjuð aftur eftir sigurinn á Íslandi, en hins vegar erum við komin yfir á aðra síðu þar sem við bloggum bæði á íslensku og ensku. Til þess að komast á nýju síðuna okkar, smelltu hér.

Vonumst eftir að þið skoðið nýju síðuna okkar ;)

Keppnin verður í Mannheim :D

Jamm semsagt ..
hornsílin eru að fara til MAnnheim í Þýskalandi í byrjun júní. :D
Vildum bara deila þessu með ykkur :D

VIð unnum ! :D

Við viljum byrja á því að biðjast afsökunnar á því að við erum ekki búin að blogga síðan í keppninni :D það var bara enginn tími og svo þegar við komum heim þá gleymdist þetta bara :S

en já.. semsagt VIÐ UNNUM !! við fengum fimm bikara af sjö :D þeir voru fyrir :

-Bestu lausn í þrautabraut
-Bestu hönnun og forritun á vélmenni (róbót)
-Bestu dagbókina
-Bestu liðsheildina (stoltust af honum :D)
ooog svo auðvitað ...
-FLL meistarar 2011 :D

Við fengum semsagt ekki verðlaun fyrir skemmtiatriðið og Rannsóknarverkefnið :'( en við vorum samt eitt af þremur liðum sem voru tilnefnd fyrir rannsóknarverkefnið þannig að við vorum annaðhvort í öðru eða þriðja sæti í því :D

Eftir keppnina fórum við svo í laser-tag og fengum pítsu eftir það. Svo fórum við í nammiland í hagkaup og keyptum FULLT af nammi :D Eftir nammikaupin var svo farið upp í íbúð og horft á mynd.

þetta var mjög gaman og ekki hægt annað en að vera ánægður með ferðina :D

svo er það bara Þýskaland í júní :D við vitum ekki alveg í hvaða borg keppnin verður eða nein smáatriði sem tengjast keppninni :/ Við erum samt strax byrjuð að safna og búin að fá nokkra styrki. T.d. frá Nettó, Nónu o.fl.

svo verðum við með kakósölu þegar það verður kveikt á jólatrénu. svo endilega reyndu að leita að einu eða fleirum Hornsílum í mannfjöldanum ef þér verður mjög kalt :D

einnig verðum við með sýningu og allskonar á markaðsdeginum sem er 2.desember, örugglega mjög gaman að kíkja þangað :)

"MATURINN OKKAR ÁVALLT ROKKAR, SEGJA LANDSINS BESTU KOKKAR !"

-Hornsílin


Komumst í úrslit :D

Við komumst í úrslitin í robotakeppninni, við kepptum á móti Monsters og þeim gekk mjög vel. Það er samt ekki komið í ljós hver vann en við vonum það besta ! :D

Bloggum á eftir :D


Keppnin er byrjuð ! :-D

Núna í dag er laugardagur, semsagt keppnin er að byrja. Við erum núna í Háskóla Íslands að blogga, sko í Makka :D Við byrjum á því að keppa við Heilastormana frá Hafnarfirði, svo keppum við á móti liði númer 9 (við munum ekki hvað þau heita) og svo áttum við að keppa við Egilstaðaskóla en þau drógu sig úr keppni, þannig að síðast verður enginn á móti okkur. Svo þarna inn á milli keppum við í rannsóknarverkefninu, dagbókinni, kynngunni og skemmtiatriðinu. Við ætlum svo auðvitað að reyna vinna liðsheildarbikarinn, og líka hina :D

Óskið okkur góðs gengis ! <3

-Hornsílin, sem ætla að ganga vel :D


Þriðjudagurinn 8. nóv

Í dag erum við búin að lesa yfir dagbókina nokkru sinnum og líka búin að fara vel yfir skemmtiatriðið. Svo eru Elín, Birkir og Gísli að vinna í brautinni. Við fórum strax eftir skóla kl 14:30 í legó og við endum örugglega svona 17:00 - 17:30.

Hornsílin


Föstudagurinn 5. nóv

Við höfðum ekki tíma á föstudaginn til að blogga, þannig að við bloggum bara núna. En á föstudaginn var frekar langur dagur við þurftum að gera mikið og við byrjuðum klukkan 8:30. Við fluttum rannsóknarverkefnið, unnum mikið í dagbókinni og svo var líka verið að vinna í brautinni að ná henni á réttum tíma. Þetta er allt.Hornsílin

Blessuð :-D

Núna í dag fórum við yfir rannsóknarverkefnið, æfðum okkur á að lesa það og skiptum glærunum á milli okkar. Skemmtiatriðið er líka komið af stað, svaka brandari :-) En við erum líka byrjuð á dagbókinni enda líka kominn tími á það, það er nefnilega orðið svaka stutt í keppnina. Aðeins 11 dagar! En okkur hlakkar líka mjög mikið til og erum alveg á fullu. Þið mættuð búast við næsta bloggi á föstudaginn, fylgist með okkur :-D

Bless þangað til á föstudaginn :)


Akkúrat tvær vikur í keppnina! :)

Það er 14 dagar, eða tvær vikur í legókeppnina. Dagbókin er komin af stað og er verið að líma texta á blöð fyrir rannsóknarverkefnið. Auðvitað er líka verið að forrita og prófa á fullu. Það eru nú greinilega eitthverjir sem kíkja á þessa síðu, það er bara komnar 1916 heimsóknir! Við erum bara vinsæl


Allt í vinnslu

Í dag eru Ragna og Sunna búnar að fínpússa rannsóknarverkefnið, Elín, Birkir og Gísli Þ. búin að vera að halda áfram að forrita og vinna í brautinni, Brandur og Ísar að vinna í að finna skemmtiatriði og Arney og Agnes erum búnar að vera að laga bloggið og láta inn myndir. Og Jóel að vinna í bók um róbotinn.

Hornsílin


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband